HR Hlaðvarpið

Viðskipta- og hagfræðivarpið; Dr. Hallur Þór ræðir við listamanninn ODEE

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

🎙️ ODEE og Hallur ræða hér samspil frumkvöðlastarfs og lista. Frumkvöðlar og listamenn eiga fleira sameiginlegt en marga grunar. Hvoru tveggja eru skapandi störf, sem vinna oft að því að hafa áhrif á umhverfi og samfélag. Hallur birti nýverið rannsóknargrein í tímaritinu International Journal of Entrepreneurial Behavior & Research, ásamt Marinu Candi og Dimo Dimov. Þar greina þau listagjörning ODEE, MOM Air (www.momair.is) og þróa hugmyndir um listræna nálgun og aðferðafræði (artistic logic) í frumkvöðlastarfi.

Með MOM AIR tókst ODEE tókst að framkalla áhrifarík og víðfeðm viðbrögð þegar hann kom fram sem stofnandi hins nýja flugfélags í kjölfarið á falli WOW Air. Á tveimur vikum birtist frumkvöðullinn ODEE í fjölda viðtala, innanlands og erlendis; MOM Air fékk þúsundir bókanna og fjölda atvinnuumsókna; MOM Air hóf samstarf við birgja og áhrifavalda.

ODEE og Hallur ræða einnig listsköpun ODEE með almennari hætti og hvernig hann vinnur sem athafnaskáld.   

🎨ODEE Friðriksson (www.odee.is) útskrifaðist frá LÍ 2023. Hann hefur lagt áherslu á gjörninga- og hugmyndalist í seinni tíð, með sérhæfingu í menningarbrengli. Þá ber helst að nefna MOM Air, Starbucks Ísland og „We’re Sorry.“ Hugmynda- og gjörningalistaverk hans hafa kallað fram sterk viðbrögð áhorfenda með ádeilu sem ýtir undir samfélagslega umræðu. Verk hans hafa birst á stærstu fréttamiðlum heims og náð til yfir milljarðs áhorfenda sem óafvitandi gerast þátttakendur í verkunum. ODEE stundar meistaranám í myndlist við Háskólann í Bergen.

📚Dr. Hallur Þór Sigurðarson er lektor og forstöðumaður meistaranáms við Viðskipta- og hagfræðideild. Hallur stundar rannsóknir á sviði frumkvöðlafræða og kennir áfanga í frumkvöðlafræði og nýsköpun.  

Í námi við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík efla nemendur frumkvæði sitt og öðlast jafnframt sterka, fræðilega undirstöðu. Námið við deildina er á sviði viðskiptafræði og hagfræði. Það er þróað í samvinnu við atvinnulífið og er með mikilli alþjóðlegri áherslu enda hefur deildin á að skipa fjölda stundakennara sem starfa einnig í íslenskum og erlendum fyrirtækjum og/eða háskólum.

///


🎙️ ODEE & Hallur: Where Art Meets Entrepreneurship

In this episode, ODEE and Hallur dive into the fascinating overlap between entrepreneurship and the arts. While these worlds might seem far apart, they actually share more than you'd think. Both are driven by creativity and a desire to influence society and the environment around us.

Hallur recently co-authored a research article in the International Journal of Entrepreneurial Behaviour & Research, alongside Marina Candi and Dimo Dimov. The article explores ODEE's provocative art performance MOM Air (www.momair.is) and introduces the concept of "artistic logic"—a creative methodology within entrepreneurial work.

MOM Air was ODEE’s bold response to the collapse of WOW Air. Within just two weeks, this fictional airline captured global attention: thousands of fake bookings, job applications, interviews in local and international media, and even business partnerships. The line between reality and performance blurred, and people participated unknowingly.

Together, Hallur and ODEE also reflect on his broader artistic practice and what it means to work as a performance poet and cultural disruptor.

About the guests:

🎨 ODEE Friðriksson (www.odee.is) is an artist and performer who graduated from the Iceland University of the Arts in 2023. He focuses on conceptual and performance art, often using satire and shock to spark public dialogue. His works—including MOM Air, Starbucks Iceland, and We’re Sorry—have been featured in global media, reaching over a billion people. ODEE is currently pursuing a master’s degree in Fine Art&