
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
Íþróttarabb HR// 22. þáttur: Dr Magni Mohr forstöðumaður heilbrigðisvísindasviðs í Háskólanum í Færeyjum
Í þessum þætti ræðir Sveinn Þorgeirsson, kennari við íþróttafræðideild og umsjónarmaður MED-námsins, við Dr. Magna Mohr, sem fer fyrir heilbrigðisvísindasviði í Háskólanum í Færeyjum. Magni er með doktorsgráðu í íþróttasálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og meistaragráðu frá sama skóla í lífeðlisfræði.
RU Sport Psych Podcast er þáttasería innan Íþróttarabbs HR, sem er haldið úti af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Í þessari syrpu er íþróttasálfræði skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, þar sem kafað er bæði í fræðilega og hagnýta þætti greinarinnar. Markmið þáttarins er að dýpka skilning á íþróttasálfræði og miðla bæði fræðilegri og hagnýtri þekkingu.
Tvær námsleiðir eru í boði í íþróttasálfræði við Íþróttafræðideild HR.
- 120 ECTS MSC í íþróttavísindum með áherslu á frammistöðugreiningu
- 30 ECTS Diplóma í styrk- og þrekþjálfun
///
In this episode, Sveinn Þorgeirsson, teacher at the Department of Sport Science and coordinator of the MED programme, talks to Dr. Magna Mohr, Head of the School of Health Sciences at the University of the Faroe Islands. Magni holds a PhD in sports psychology from the University of Copenhagen and a master's degree in physiology from the same university.
RU Sport Psych Podcast is a series within RU Sports Chat (Íþróttarabb HR). This series explores sports psychology from various perspectives, delving into theoretical and practical aspects.
All the interviews are in English, though some include a brief introduction in Icelandic.
RU offers two types of programmes in sport psychology: