
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
Verkfræðivarpið // 33. þáttur: Dr. Darren Dalcher prófessor við Lancaster háskólann í Bretlandi
Helgi Þór Ingason ræddi við Darren Dalcher
Dr. Darren Dalcher er prófessor við Lancaster háskólann í Bretlandi og leiðir rannsóknasetur á sviði verkefnastjórnunar. Bakgrunnur hans er verkefnastjórnun í upplýsingatækni en Darren er virtur alþjóðlegur vísindamaður og hefur ritað fjölmargar vísindagreinar og bækur á sviðinu. Hann hefur m.a. unnið fyrir bresku verkefnastjórnunarsamtökin APM og leiddi ritun nýjustu útgáfu hugtakagrunns APM.
///
Dr. Darren Dalcher is a Professor at Lancaster University and leads the Project Management Research Centre. His background is in project management and information technology. Darren is a respected international scientist who has written numerous scientific articles and books. He has worked for the British project management organization APM and led the writing of the latest version of APM's terminology.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.