
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
Verkfræðivarpið // 32. þáttur:Um umbætur á verkefnastjórnsýslu í Danmörku, á grunni árangurs sem náðst hefur í Noregi -Dr. Per Svejvig
Helgi Þór Ingason ræddi við Per Svejvig
Dr. Per Svejvig er prófessor við Háskólann í Árósum í Danmörku og leiðir þar rannsóknir og kennslu á sviði verkefnastjórnunar. Bakgrunnur hans er á sviði upplýsingatækni og verkfræði en hann hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun í dönsku atvinnulífi og er með alþjóðlega B vottun. Per er afkastamikill vísindamaður og vel þekktur fyrir sitt framlag og hin seinni ár hefur hann meðal annars fengist við verkefnastjórnsýslu í opinberum innviðaverkefnum í Danmörku.
///
Dr Per Svejvig is a professor at Aarhus University in Denmark, leading research and teaching in project management. His background is in information technology and engineering, but he has extensive experience in project management in the Danish business sector and has an international B certification. Per is a prolific scientist who is well known for his contributions. In recent years, he has, among other things, been involved in project management for public infrastructure projects in Denmark.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.