
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
Verkfræðivarpið // 30 þáttur - Stórvirkið Samgöngusáttmáli
Gestir Verkfræðivarpsins eru þeir Þorsteinn R. Hermannsson og Dr. Þröstur Guðmundsson frá Betri samgöngum. Þeir eru reyndir verkfræðingar sem leiða m.a. undirbúningsvinnu við Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem fullyrða má að sé eitt flóknasta og mest krefjandi verkefni seinni tíma.
Raunar er Samgöngusáttmáli safn margra verkefna og Betri samgöngur hafa mikilvægu hlutverki að gegna við áætlunargerð, fjármögnun og samhæfingu þessa stórvirkis. Í spjalli við Þórð Víking fóru Þorsteinn og Þröstur yfir hlutverk Betri samganga og útskýrðu vinnbrögð og verklag þar sem meðal annars óvissa og áhætta er vegin inn í áætlunargerðina og sérstök áhersla lögð á samskipta- og ákvörðunarferla. Betri samgöngur eru gott dæmi um nýtt og nútímalegra verklag við stjórnun stórra verkefna sem góðu heilli er að festa rætur á Íslandi.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.