
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
Verkfræðivarpið // 29. þáttur: Gervigreind við sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla (RPA)
Gestur Verkfræðivarpsins er Hanna Kristín Skaftadóttir lektor við Háskólann á Bifröst. Í spjalli við Þórð Víking segir Hanna Kristín frá “háskólanum í skýinu” eins og Bifröst skilgreinir sig í dag. Hanna er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína um sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla eða RPA. RPA er talið geta lækkað kostnað og aukið skilvirkni svo um munar ekki síst í dag þegar að gervigreind er notuð til að besta viðskiptaferla. Við innleiðingu RPA (og annarra breytinga) er að mörgu að huga og ekki síst mannlega þættinum.
Doktorsrannsókn Hönnu miðar að því að búa til nýja þekkingu til að auðvelda innleiðingu breytinga út frá ætluðu viðhorfi tiltekinna persónugerða til RPA. Kerfið sem Hanna styðst við í rannsókn sinni er upphaflega ættað frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.