HR Hlaðvarpið

Lagadeildin // 1. þáttur: Helga Kristín Auðunsdóttir, lektor við lagadeild

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

Helga Kristín Auðunsdóttir er lektor við lagadeild HR. Hún hvetur laganema til að skoða námstækifæri erlendis og hugsa út fyrir boxið. Sjálf lauk hún doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York og nam lögfræði við Aristotle háskólann í Thessaloniki í Grikklandi. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Lauk hún LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð. 

Helga Kristín starfaði áður í um tíu ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur FGM/Auðkennis, nú hluti af Seðlabanka Íslands, sem lögfræðingur hjá Stoðum hf., áður FL Group, og sem kennari við lagadeild University of Miami árið 2010-2011.

Í doktorsnámi sínu við Fordham háskólann rannsakaði Helga m.a. fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum. Í þættinum ræðir Helga Kristín um rannsóknir sínar, laganám og kennslu og deilir með okkur hvernig sé að flytja doktorsvörn sína á Eiðistorgi. 

 
UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is)