HR Hlaðvarpið

Verkfræðivarpið // 28. þáttur: Anna Sigríður Islind og Stefán Ólafsson

Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni taka tali þeir Þórður Víkingur og Helgi Þór, tvo fræðimenn og kennara á sviði gervigreindar. Það eru þau Anna Sigríður Islind  dósent og Stefán Ólafsson lektor. Bæði eru þau með allra fróðasta fólki um gervigeind og notkun mállíkana bæði í fræðilegum og hagnýtum tilgangi. Af þessu hlaust skemmtileg, áhugavert  og fræðandi spjall sem gefur leikum sem lærðum innsýn í framtíðina út frá sjónarhóli gervigreindar. Gervigreindin býður upp á óteljandi möguleika og spennandi umræðu um allt milli himins og jarðar sem varðar AI. Bæði hlaðvarpsstjórnendur og viðmælendur þeirra voru sammála um að hittast fljótt aftur og halda áfram að ræða um hugsanlega mikilvægasta mál okkar samtíma.

UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

Samskiptateymi HR  hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). 
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.