HR Hlaðvarpið

Verkfræðivarpið // 27. þáttur Agnes Hólm Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Verkefnastjórnunarfélags Íslands

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

Agnes Hólm Gunnarsdóttir er gestur verkfræðivarpsins. Agnes er MSc í iðnaðarverkfræði og hefur starfað sem sérfræðingur og stjórnandi í hugbúnaðariðnaði, stóriðjunni og á verkfræðistofu. Nú hefur hún hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Verkefnastjórnunarfélags Íslands og ræðir í þættinum um hlutverk félagsins og ýmsar spennandi nýjungar í starfsemi þess, auk þess sem haustráðstefna félagsins kemur við sögu.

UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

Samskiptateymi HR  hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is). 
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.