HR Hlaðvarpið

Íþróttarabb HR // 18. þáttur: William Low

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

Í íþróttarabbi HR að þessu sinni er rætt við William Low sem er aðstoðarprófessor í íþróttasálfræði í Herion Watts háskólanum í Skotlandi. William er gestafyrirlesari í mastersnámi íþróttafræðideildar HR og er sérfræðingur í álagsþjálfun (pressure training). Í álagsþjálfun vinna þjálfarar og íþróttasálfræðingar markvisst að því að auka andlegt álag á æfingum til að undirbúa íþróttafólk undir álag í keppni. Daði Rafnsson ræðir við William um reynslu hans af störfum með íþróttafólki og hermönnum. 

We speak with William Low who is an assistant professor at Herion Watts University in Scotland. He is an expert on pressure training and a guest lecturer in the master’s program at Reykjavik University’s Department of Sport Science. Through pressure training, coaches and sport psychology experts work systematically to increase pressure in training to prepare for the challenges of competition. Daði Rafnsson speaks with William about his experience working with athletes and the military.


UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is)