HR Hlaðvarpið

Verkfræðivarpið // 23. þáttur: Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

Nýr Landspítali Háskólasjúkrahús, NLSH verkefnið, er eitt stærsta og flóknasta verkefni seinni tíma. Þjóðarsjúkrahúsið mun breyta heilbrigðisþjónustunni til hins betra. Gunnar Svavason verkfræðingur hefur leitt verkefnið frá byrjun  Þetta mikla verkefni hefur verið mikil áskorun fyrir þau sem að því standa og gagnrýni hefur verið höfð uppi. Í mjög áhugaverðu spjalli í Verkfræðivarpinu fer Gunnar Svavarson yfir NLSH verkefnið og hlustendur verða margs vísari um þróun þess og framgang.


UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple Podcasts og iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).