
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
Frumkvöðlavarp HR // 17. þáttur: Guðný Nielsen - SoGreen
Í þessum þætti ræðir Atli Björvinsson við Guðnýju Nielsen, stofnanda og framkvæmdarstjóra SoGreen vorið 2024.
Frumkvöðlavarp HR er gefið út í tilefni af Nýsköpunarviku 2024. Í Frumkvöðlavarpinu er að finna viðtöl við 18 frumkvöðla og sérfræðinga sem voru tekin upp vorið 2023 og 24. Viðtölin eru hluti af kennsluefni áfangans Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, sem er stærsti nýsköpunarvettvangur háskólanema á Íslandi, þar sem á bilinu 500-600 nemendur koma saman vor hvert í þriggja vikna frumkvöðlaspretti. Viðmælendur okkar segja frá sinni frumkvöðlavegferð, gefa innsýn inn í nýsköpunarferlið og miðla reynslu.