
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
Vísindavagninn // 2. þáttur: Þóra Hallgrímsdóttir
Þóra Hallgrímsdóttir, kennari við lagadeild HR, stökk á Vísindavagninn að þessu sinni. Hún ólst upp á Húsavík við Skjálfanda en flutti suður yfir heiðar um miðbik níunnar og hóf laganám. Þóra veit um það bil allt um úrlausn lögfræðilegra álitaefna, bótarétt og miskabætur, svo fátt eitt sé nefnt. Hún er líka fastheldin á jólahefðir, svo mjög að hún gerðist sek um lögbrot eitt árið til að geta haldið í hefðirnar og játar það hér skýlaust - en biðst forláts í leiðinni. Gott spjall við Þóru Hallgríms!
Í Vísindavagni HR hlaðvarpsins kynnumst við vísindafólki HR, forvitnumst um það hvaðan það kemur og hvert það er fara. Umsjón með Vísindavagninum hefur Katrín Rut Bessadóttir.
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptasvið HR sem er umsjónaraðili hlaðvarpsins (samskipti@ru.is). Framleiðendur eru þeir Skúli Andrésson og Vilhjálmur Siggeirsson.